Val á milli 17HMR eða .22LR

thomzen

Svör samtals: 2
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Góðan dag/kvöldið
Mig langar í riffil og valið stendur á milli 17HMR eða .22LR.
- Ég var að velta fyrir mér hvor væri betri.
Mig langar í riffil sem ég get verið að skjóta á skotmark, önd, gæs og rjúpu.
Hefur einhver hér reynslu á þessu hér sem getur hjálpað mér í að ákveða mig.

Byssurnar sem um ræðir eru:
17HMR
http://www.vesturrost.is/?p=5428...
.22LR
http://www.vesturrost.is/?p=5433...
bkv. Tómas

Tags:
Skrifað þann 11 September 2013 kl 20:41
Sýnir 1 til 14 (Af 14)
13 Svör

svali

Svör samtals: 58
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Val á milli 17HMR eða .22LR

getur skotið önd og rjúpu með 22Lr og ódýrt að æfa sig, getur skotið innanhús.

17-inn er dýrari í rekstri, getur ekki æft innandyra og er kannski full grófur á rjúpuna... og sem fyrsti riffill þá er 22 ágætis byrjun til að kynnast riffilsportinu. fá sér svo líka stærri riffil eftir að b leyfið og reynslan eru komin.
Hef skotið nokkrar endur með 22LR og þær hafa allar legið steindauðar. það eru til skot frá CCI sem eru að mig mynnir 32 grain og eru á 1640 feta hraða, hollow point, þrusu veiðiskot fyrir 22LR. Venjulega 22LR skot eru frá 1000 fetum upp í ca 1250 fet.

Skrifað þann 11 September 2013 kl 20:52

TotiOla

Svör samtals: 94
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Val á milli 17HMR eða .22LR

FYI

http://www.hlad.is/index.php/spjallbord/almennt-um-veidi/22-lr-ea-1...
http://www.hlad.is/forums/comments.php?forumid=2&threadid=196136...
http://www.hlad.is/forums/comments.php?forumid=2&threadid=193564...

Flestir þræðirnir komast samt að svipaðri niðurstöðu og síðasti ræðumaður.

Mbk. Tóti

Skrifað þann 11 September 2013 kl 21:00

thomzen

Svör samtals: 2
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Val á milli 17HMR eða .22LR

Takk fyrir þetta.
bkv. Tómas

Skrifað þann 11 September 2013 kl 21:13

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Val á milli 17HMR eða .22LR

Ágæti félagi Svali!

Nú skal ég viðurkenna að ég hefi ekki skotið nógu mörgum skotum
úr 17HMR rifflum til að vera ráðgefandi í þessum efnum! Alls ekki!!
Eitthvað innan við 500 skot gera engan af einhverjum sérfræðingi!!
En hvað varðar .22 Long Rifle....það þekki ég eftir hálfrar aldar notkun.
Ég veit ekki...því miður hversu mörgum slíkum ég hefi skotið gegnum tíðína!!
Ef markið þitt er andaveiðar ...þá virkar .22LR aldeilis frábærlega!!
Það geta (andabringu) saddir vinir mínir staðfest!!
Hvort kalíberið þú velur...megi þér ganga sem allra best!!!!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 11 September 2013 kl 21:19

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Val á milli 17HMR eða .22LR

Sæll, hér kemur mín niðurstaða
Fáðu þér vönduðustu týpuna af 22lr sem þú hefur efni á.
Sjálfur var ég svo vitlaus að gera það ekki í byrjun...
Ef CZ þá dýrustu týpuna með vandaðri gikknum.
Ef savage þá TR riffilinn, það er himinn og haf á milli
hlaupgæða á ódýrum savage og TR útgáfu af savage og ég nota borscope.
Eða fáðu þér Sako Quad Range og líttu aldrei til baka, bara kyngja verðinu einu sinni awkward
Og þar geturðu skift um RF hlaup af öllum tegundum sem skifta máli..

Í 50br mótum er bara 22lr leyft og þó þú ætlir ekki að keppa bara hafa hreina
ánægju af sportinu að þá jafnast ekkert á við að geta skotið nægju sína smiling
Svo má ekki gleyma öllum gæða 22lr skotunum sem eru í boði shades Good luck
Sigurður Hallgrímsson

Skrifað þann 12 September 2013 kl 10:28

yvesleroux

Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012

Re: Val á milli 17HMR eða .22LR

Sæll Tómas..

Það er án efa ekki að ástæðulausu sem þú velur þér það ódýrasta sem nánast er völ á...
Svo ég ætla ekki að benda þér á rándýrar lausnir, eða eitthvað sem ég hef efni á eða aðrir...

En það er til lausn sem ekki er svo mikið dýrari heldur viðráðanleg og tekur allan valkvíða burt...
Fáðu þér byssu með skiptihlaupi...22LR / 17 HMR...Þessi kostar bara 86.000.kr
http://www.vesturrost.is/?p=3161...

Smámál að selja svona byssu aftur líki þér ekki við gripinn, og væntanlega þá búin að gera upp
við þig hvorn þú vilt nota..Hef alla tíð haft lítið álit á 17HMR en langaði að kaupa mér góðan riffil
í silloettu og 22LR bencrest, verksmiðjuriffil...Sló tvær flugur í einu ákvað að skoða 17 HMR í leiðinni
tók að vísu einn dýrasta kostinn í þessu,en þess þarf ekki...

Mbk og gangi þér vel...ebj.

Skrifað þann 12 September 2013 kl 14:00

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Val á milli 17HMR eða .22LR

Þessi cz með skiptihlaupi er ekki galin kostur.
Have fun.

Skrifað þann 12 September 2013 kl 14:10

Magnus

Svör samtals: 44
Virk(ur) síðan: 26 August 2013

Re: Val á milli 17HMR eða .22LR

Sigurður, hefuru borið saman hlaup á Mark ii TR og Marki ii BTV?

Skrifað þann 12 September 2013 kl 17:13

LRS

Svör samtals: 28
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Val á milli 17HMR eða .22LR

Góða kvöldið.
Val á milli 22lr og 17 hmr. Hvort tveggja skemmtileg kaliber og á ég hvort tveggja
CZ 452 - 2E ZKM STYLE 22LR og CZ 455 - THUMBHOLE 17HMR. Ég nota nánast eingöngu 17 hmr núna hann er alveg svakalega skemmtilegur og er flottur upp að 130 metrum. Félagar mínir hafa allir lýst undrun sinni á þessu kaliber. Það er lyginni líkast hvað það er skemmtilegt kaliber ég fer létt með að drepa gæsir með honum. 22LR er flottur upp að 60-80 metrum en það er engan veginn sami kraftur og er í 17 hmr. kúlan úr 17 hmr fer á 2550 fet/sec meðan 22lr fer á 1050 -1600 fet/sec. Þannig að ég mæli hiklaust frekar með 17 hmr heldur en 22 lr. Svo er bara auðvitað að fá sér riffil með skiptanlegu hlaupi. Gangi þér annars bara vel.
Bk Svavar

Skrifað þann 12 September 2013 kl 21:31

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Val á milli 17HMR eða .22LR

Sæll Magnus, minn fyrsti 22lr var BV typan (límtré) ég var ekki sáttur með hann
en það hlaup var ekki að gera sig,fékk mér síðan TR útgáfuna og það
er himinn og haf á milli þeirra hlaupa hvað gæði varðar.
Að öllum líkindum var ég bara óheppinn með fyrri riffilinn með svona
ódýran riffil þarf maður smá heppni..wink
Hvað varðar skeptið þá er TR í límtré svona Mcmillan A-2 útgáfu og
lásinn situr mun þéttar í skeftinu.
Einu má ekki gleyma og það er verðið ég skil ekki hvernig bæði Savage og CZ
geta framleitt þetta góðar byssur fyrir þennan pening.
Það er komin ný kynslóð af ódýrum byssum og það eru skiftihlaupa módelin,
og fyrir þeim er ég spenntastur hugsið ykkur að geta skift um kaliber og eða fengið
keppnishlaup og víxlað á milli shades
Kveðja Sigurður

Skrifað þann 13 September 2013 kl 9:21

Bc3

Svör samtals: 204
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Val á milli 17HMR eða .22LR

Er þetta svarta TR skepti á savage ekki úr plasti?

Skrifað þann 13 September 2013 kl 13:21

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Val á milli 17HMR eða .22LR

Bc3 nei þétt og gott vandað límtré með einhverri svartri húðun.
Fyrir vikið er balansinn betri.
Kveðja

Skrifað þann 13 September 2013 kl 17:20

Kjartan Friðriksson

Svör samtals: 57
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Val á milli 17HMR eða .22LR

Hér hefur flest komið fram og óþarfi að bæta við svörin við spurningum Tómasar, en samt, menn ættu að skoða verðmunin hér hjá Hlað á 22LR skotum og 17HMR. 50 skot af 17HMR kosta um 3500kr þegar nokkuð góð æfingarskot kosta undir 1000kr. Það má kaupa vandaðri riffil og kíki fyrir munin á rekstrarkostnaðinum, ef valin er cal 22LR !

bestu kveðjur...

Skrifað þann 13 September 2013 kl 19:06