Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Af hverju ertu svona æstur? Mega menn ekki vera annarrar skoðunar en þú? Af hverju er það lægra plan að benda á að „að njóta vafans“ er frasi í fullu gildi? Bæði í lögfræði og þegar rætt er um náttúruna.
Það liggur ljóst fyrir að rjúpan á undir högg að sækja en hins vegar eru skiptar skoðanir um hvort veiðar hafi áhrif á stofninn. Þess vafa telur kapt1 að rjúpan eigi að njóta og hún að græða á því að veður takmarkar veiðar. Þú telur hins vegar að veður eigi ekki að takmarka veiðar. Hvorttveggja eru vitaskuld fullgildar skoðanir.
Lifðu heill og gangi þér vel um helgina.

Skrifað þann 23 November 2012 kl 13:12

síldaraugað

Svör samtals: 55
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

ok, þeir sem vilja láta fuglinn njóta vafans geta þá bara verið heima hjá sér og málið er steindautt.
Ég ætla hinsvegar að láta sjálfan mig njóta þess að veiða á morgun.

Skrifað þann 23 November 2012 kl 16:41

eagle

Svör samtals: 4
Virk(ur) síðan: 23 November 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Þegar keypt eru laxveiðileyfi og það er nánast óveiðandi vegna hita eða rigningar þá fær viðkomandi ekki endurgreitt því svona er sportið, þetta er eins með rjúpnaveiðarnar.

Auðvitað er ekki hægt að hlaupa á eftir einhverjum grátkór veiðimanna sem ekki hefur náð í soðið fyrir jólin vegna veðurs og sú óeining eða skoðanaskipti sem eru á milli veiðimanna er líklega á milli þeirra sem vilja stunda skotveiðar sem sport og hinna sem stunda magnveiðar og fara ekki á eftir þeim tilmælum sem gefin eru á t.d rjúpnaveiðum um þann fjölda sem er æskilegt að veiða.

Það eru alltaf sömu aðilanir sem vilja óheftarveiðar og helst fylla alla kæla og frysta marvöruverslanna af villibráð.

Skrifað þann 23 November 2012 kl 20:28

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Þorir þú að koma undir nafni eagle sem sakar mig um magnveiðar og fylla kistur ?
Og oft fá veiðimenn í stangveiðinni uppbótardaga svo það er lóka rangt hjá þér.

Skrifað þann 23 November 2012 kl 21:34

fiskur

Svör samtals: 35
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Alveg get ég verið sammála þér Eagle með þetta, auðvitað eru þessir vælukjóar að selja rjúpur á barnalandi,

Þó að það sé bágborið ástand á rjúpnastofninum okkar þá á nú samt hver meðalgóður veiðimaður að ná að veiða fyrir eina vísitölufjölskyldu á einum eða max tveimur dögum,,hvað hafa menn að gera við meira??

Skrifað þann 23 November 2012 kl 22:18

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Sorry sé þetta núna tröllin að koma á fleigiferð ekkert að marka þau frekar en fyrri daginn

Skrifað þann 23 November 2012 kl 22:51

Euroshopper

Svör samtals: 45
Virk(ur) síðan: 26 September 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Upphafsmaður umræðunnar spurði hvort það ætti að lengja tímabilið: Já eða Nei.
Tveir sögðu strax já en þá kom einn og sagði NEI og bætti við að rjúpan ætti að njóta vafans... Þá varð allt vitlaust. Flestir póstanir hérna snúast um hvað það þýðir að láta eitthvað njóta vafans. Eruð þið einhverskonar fávitar? Það var greinilegt að það mátti bara svara með JÁ.

Ég bý á suðurnesum og þurfti að fara langa leið til þess að skjóta 8 fugla og veðrið var bara gott. Ég sé ekki vandamálið.

Ég segi NEI

Skrifað þann 24 November 2012 kl 10:56

fiskur

Svör samtals: 35
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Get verið þér sammála með það Euroshopper, hér virðast aðalega rita allskyns fávitar.

Skrifað þann 24 November 2012 kl 11:21

eagle

Svör samtals: 4
Virk(ur) síðan: 23 November 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Gisminn, ég var leiðsögumaður við eins bestu laxveiðiá á Íslandi í ein 10. ár og þar á bæ fengu eða fá menn ekki uppbótadaga þó að illa árar.

En eins og máltækið segir "Þeir taka það til sín sem eiga það"

Menn ættu að vera ánægðir með að leggja sitt að mörkum til þess að stuðla að fjölgun rjúpunar en ekki væla út í eitt, rjúpa sem er skotinn í vetur verpir ekki í vor.

Skrifað þann 24 November 2012 kl 15:16

síldaraugað

Svör samtals: 55
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Sko, menn mega segja sína skoðun og vera ósammála hver öðrum án þess að það fari allt á annnan endann.
Hinsvegar er það sem mér finnst skuggalegast er að hér ræðast við veiðimenn og mér sýnist þeir vera til í að samþykkja sjálfa sig sem mjög stóran áhrifavald á stofnstærð fuglsins. Á meðan menn gera sér ekki grein fyrir því hvað er verið að gera með stærri þjóðgörðum og friðunarsvæðum þá eru menn í síðum skít.
Vandinn er að stærstu leyti tel ég refurinn, við þurfum að skjóta hann líka en þar hafa menn algjörlega skitið í tussuna á sér. Stórvöld vilja friða og friða og þannig er verið að hjálpa til í fjölgun refs.
Mér þykir menn taka stórt uppí sig og telja sig mikla veiðimenn að taka þetta á sínar herðar.
Staðreyndin er sú að hvort sem við skjótum í 9 daga eða 29 þá höfum við minnst um það að segja hvað stofninn er stór.
Ég er þeirrar skoðunar að ef menn eru svona rosalega allir af vilja gerðir til að styðja við bakið á rjúpnastofninum þá væri þeim nær að skjóta tófu eða tvær. Þannig gera menn rjúpunni meira gagn en með því að sleppa 2-3 veiðidögum.

Skrifað þann 24 November 2012 kl 17:28

Haglari

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Ég sé enga ástæðu til að lengja tímabilið. Það hefur alltaf verið hluti af veiðinni að fuglinn á séns á því að komast undan, sama hvaða áhrifavaldur það er. Rjúpnaveiði er mjög skemmtileg og af sjálfsögðu er leiðinlegt að vera fugllaus en þetta er veiði og veiði er aldrei gefin. Mér finnst leiðinlegt að sjá að það liggur við að sumir hérna séu að missa svefn yfir því að hugsanlega sé einhverstaðar á landinu rjúpnahópur sem hefur ekki verið skotið á þetta haust. Veiðisiðferði er greinilega einhver skrautfjöður sem er tekin úr hattinum þegar að mönnum hentar.

Kv.
Óskar Andri
http://is.oskarandri.com

Skrifað þann 25 November 2012 kl 9:49

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Sæll Óskar minn þetta kemur veiðisiðferði ekkert við heldur þeirri staðreynd að það er viljandi miðað á það tímabil sem mestar líkur eru á vondum veðrum og eins og málsvari Sandísar sagð þá sé það liður í friðun rjúpunar.
Ég er fjúkandi reiður yfir svona óheiðarleika að láta mann halda að af góðmennsku fáum við 9 daga til veiða
En vonadi fær skotvís sínu fram og þá er geðþótta ákvörðunum rutt úr vegi.
Ps Þar sem þú kvittaðir vel og rækilega hver þú ert þá geri ég það sama og svona fyrir eagle
Þorsteinn Hafþórsson
Starfandi veiðileiðsögumaður fyrir Lax-á á sumrin

Skrifað þann 25 November 2012 kl 17:23

Ingojp

Svör samtals: 5
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Ég væri alveg til í eins og eina helgi í viðbót, Ég komst fyrstu helgina 3 dagar og svo núna um helgina.

Tók 3 fugla fyrstu helgina og 3 í dag það er alveg nóg fyrir matinn þann 24 des.

Eins og sést þá er ég nú ekki að stunda neina magnveiði tek það sem ég þarf og læt það nægja.

Enda bara nýgræðingur í þessu sporti og var alinn upp með nægjusemi í huga þegar það kemur að þessum veiðum, Annars er þetta rosalega gaman góð hreyfing og gaman að ná í fuglinn.

Svo mættu margir hérna aðeins taka til í orðaforðanum, Algjör óþarfi að kalla mann og annan fávita og fífl

Skrifað þann 25 November 2012 kl 18:01

Boggi Tona

Svör samtals: 25
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Ég gekk til rjúpna í 3 tíma á þessu tímabili og var það meira en nóg ef miðað er við fjölda fugla sem voru 5 stk og dugar í matinn á mínu heimili þar sem eingöngu tengdapabbi borðar rjúpu,
ég elda líka gæs önd og svo hamborgarahrygg svo við sveltum ekki um jólin.
En með það í huga að það er virkilega gaman að veiða rjúpur þá hefði verið gaman að fara oftar og hafði ég tækifæri til þess að fara bæði í gær og í dag en það var mitt val að fara ekki og gæti mér ekki verið meira sama þó dögum yrði fækkað um 4-5 daga ef það gæti orðið til þess að stækka stofninn.
Ég held að menn ættu bara að þakka fyrir að fá yfir höfuð að ganga til rjúpna og hafa tækifæri til þess að ná í nokkrar rjúpur til þess að éta á jólunum í stað þess að það væri kannski alfriðun á rjúpu.

Með veiðikveðju
Borgar Antonsson

Skrifað þann 25 November 2012 kl 19:17

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Sæll Borgar mér væri líka sama þó þeim yrði fækkað og færðir fram fyrir náttúrulegu afföllin en ég held ekki að það verði nokkurntíman veruleiki.
En að mínu mati held ég að skotveiðar hafi minnstan þátt í fækkun þessarar blessuðu rjúpu.
En smá hugleiðing og kannski er einhver sem veit svarið við áleitnum spurningum hjá mér.
Nú hefur rjúpan verið rannsökuð í 20 ár en er einhverstaðar skýring á þessari náttúrulegu sveiflu ?
Nú hefur verið markvisst síðustu ár verið að fækka veiddum rjúpum en samt hrað mínkar stofnin að sögn sérfræðinga. Afhverju?
Hefur engin gert athugasemd með að þessi talningarhólf eru öll á láglendi (undir 400 metrum) og þar er oftast um staðbundna fugla að ræða.
Hvernig eru afföllin reiknuð ? Ef tadar voru 4 rjúpur í hólfi í fyrra en bara 2 í vor þá er það 50% fækkun en í hólfinu við hliðina voru taldar 10 rjúpur í fyrra en 12 núna það gerir 12% fjölgun og þá er heildar niðurstaðan 38% fækkun ef þessi reiknisaðferð er notuð. Er þetta gert svona ?
Mikið væri gaman ef einhver vissi þessi svör við spurningunum mínum.

Skrifað þann 25 November 2012 kl 19:59

síldaraugað

Svör samtals: 55
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Veit ekki hvernig þetta reiknast. Ég veit bara að ég myndi vilja sjá þessa peninga fara í eitthvað annað.
Mér finnst þessar rannsóknir ekki skila nokkrum sköpuðum hlut af viti, reddar einhverjum skemmtilegu starfi, thats it.

Skrifað þann 26 November 2012 kl 8:34

Haglari

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Ef þessar rannsóknir væru ekki til þá væri sennilega búið að banna rjúpnaveiðar fyrir nokkru síðan síldarauga þannig að þetta hefur nú skilað þér nokkuð meira en þig grunar. Við búum yfir gríðarlegri þekkingu um rjúpuna. Fæstir veiðimenn hafa bara áhuga á því og nenna ekki með nokkru móti að kynna sér það.... heldur blása bara út í loftið að þessar rannsóknir hafi engu skilað.

Kv.
Óskar Andri
http://is.oskarandri.com

Skrifað þann 26 November 2012 kl 9:22

.17 HMR

Svör samtals: 1
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Ég segi nei

Skrifað þann 26 November 2012 kl 11:45

síldaraugað

Svör samtals: 55
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Ok, hverju hafa þær skilað spyr ég bara ?

Skrifað þann 26 November 2012 kl 17:55

germanica

Svör samtals: 29
Virk(ur) síðan: 18 August 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Sælir veiðimenn
Ég væri að sjálfsögðu alveg til í nokkra daga til viðbóta en vill samt láta fuglinn njóta vafans og segi því nei.
Að vísu er ég búinn að veiða nægilega fyrir mig og mína svo að svar mitt litast jafnvel eitthvað af því.Er persónulega á því að ef fjölga ætti dögum þá ættu þeir að vera fyrr á haustinn,fuglafræðin segir að þeir fuglar sem enn lifa eftir miðjan nóvember séu þeir fuglar sem haldi uppi varpi næsta sumar.Einnig finnst mér veiðimenn almennt lítið spá í fræðin á bak við rannsóknir vísindamanna á fuglum sem þeir veiða(finnst t.a.m. til skammar hversu litlu er skilað inn af rjúpnavængjum til aldursgreiningar).Annars er ég nokkuð viss um að veðrið sem gekk yfir norðurland í byrjun september drap fleiri rjúpur en einhver auka helgi í veiði.

Skrifað þann 26 November 2012 kl 22:09