Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Vegvisir

Svör samtals: 10
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Fallega gert af þér Þorsteinn að breyta svarinu þínu til Óskars á meðan ég skrifaði mitt. Hafði ekki hugmynd um þetta skemmtilega krossapróf þitt.

Þú sagðir að þú hefðir tekið 1 rjúpa á hverja tófu en ekki einhverja aðra tölu sem dæmi því annað væri of flókið. Ég skil það með engu móti hvernig er hægt að ákveða þessa tölu, birta hana í pistli og vera ekki til í að útskýra hana neitt frekar nema með þeim orðum að annað væri of flókið. Ef þú átt einhver rannsóknargögn sem styðja þetta vil ég sjá það. Áðurnefnd grein inn á Melrakka segir ekkert til um 1 rjúpa á hverja tófu á hvern dag vetrarmánaðar. Við getum ekki ákveðið slíka tölu nema með vönduðum útreikningum. Þá fyrst væri hægt að segja "ef við gefum okkur að hver tófa éti x margar rjúpur á dag, mánuði ári... þá éta z margar tófur upp rjúpnastofninn á svona og svona löngum tíma gefið að allar forsendur standi í stað (sem þær gera sjaldnast)".

Smá viðbót. Málsgreinin með feitletraða textanum var nú ekki bein spurning til þín Þorsteinn heldur var ég að reyna að benda þér á að þrátt fyrir að þú hafir ef til vill ekki ætlað þér að staðhæfa um eitt né neitt þá gerðist það samt sem áður. Enn fremur var ég að reyna að benda á mikilvægi þess að vitna í heimildir því annars veit maður aldrei hvort um huglægt mat eins aðilla er að ræða eða rannsóknarniðurstöður. Þó að rannsóknin, sem mér er vel kunnugt um, gefi upp að rjúpa sé á fæðulista tófunnar þá finnst mér það vera ansi kalt að túlka það sem svo að tófan hafi ekkert annað í "flestum tilfellum" yfir vetrarmánuðina eins og þú sagðir. Það þótti mér vera staðhæfing og ég gat hvergi fundið rök fyrir henni. Ég er samt ekki að segja að tófan líti ekki við rjúpunni ef hún hefur tækifæri til. Ég tel bara að það séu í flestum tilfellum fleiri tækifæri en bara rjúpa.

Það er kannski líka ágætt að benda á að greinin tekur aðeins fyrir tófur á hálendi. Þér er huglægt að tófustofninn sé 12-13þús dýr. Varla eru þau öll til fjalla að þefa uppi rjúpur. Tófan lifir jú líka við strandlengju landsins og því er órökrétt að gera ráð fyrir öllum tófustofninum í reikningsdæminu þínu með 1 rjúpa á hverja tófu á dag.


Ég virði það Þorsteinn að þú hafir ekki sömu skoðun og ég í þessum málum en ég gat með engu móti áttað mig á þessum tölum sem þú skelltir fram. Þeim var ég ekki sammála og ég gat ekki lesið þær út úr þeirri heimild sem þú notast við. Einng fannst mér ekki gott mál að hreinlega bara "gefa sér" þessar tölur án frekari útskýringa. Þá hefði verið hægt að velja hvaða tölu sem er eins og ég sagði áður.. 2,3 eða 1/2 rjúpa á dag.. allt hljómar þetta jafn óraunverulegt fyrir mér ef engin rök liggja að baki.

Bestu kveðjur, Alísa

Skrifað þann 29 November 2012 kl 13:51

skepnan

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Ég gat aldrei skilið annað en að Þorsteinn væri að velta hlutum fyrir sér, koma með flöt á málið sem að hægt væri að velta fyrir sér og ræða um. Það hefur sést hérna á spjallinu ítrekað að það fer ekki vel í bróður þinn ef einhver er ekki með "réttu" skoðunina. Þá hellir hann sér yfir menn og bregst hinn versti við. Af hverju má ekki velta því fyrir sér hvort að refur éti 1 rjúpu á dag eða 1 á viku osfrv.
Af hverju verður allt vitlaust ef minnst er á ref og hvað hann étur???
Óskar ég spyr aftur, heldur þú ekki að öll þessi aukna umferð um óbyggðir landsins valdi stressáhrifum á rjúpuna líka?

Kveðja Keli bóndi Fljótsdal

Skrifað þann 29 November 2012 kl 14:54

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Þú fyrirgefur Alísa ég er búinn að sanna allar staðhæfingar sem ég hef sagt en þið ekki eina.En er ekki komið að ykkur að sanna staðhæfinguna að rjúpnastofn hafi aldrei komist yfir miljón eins og kom fram undir greinini minni og með rannsókn sem styður það og má ekki bjóða þér að vísa í gögn sem afsannar vangaveltur mínar ? Held að það sé löngu orðið tímabært en þið getið það ekki og þið vitið það og reynið því aulalega útúrsnúninga sem yfirhilmingu á þá staðreynd.

Skrifað þann 29 November 2012 kl 16:43

Savage23

Svör samtals: 7
Virk(ur) síðan: 4 October 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Sæl verið þið.

Ef rétt er að Ólafur K. Nielsen hafi fengið 216 milljónir eða hvað það nú er til rjúpnarannsókna...þá ætti hann að geta svarað því til með rökstuddum hætti hve margar rjúpur refur étur að meðaltali á ári hverju.

Þið ættuð að geta haft samband við hann og fengið þessar tölur auk útreikninga og rannsóknargagna....ætti ekki að vera neitt leyndarmál.

Geti þessi Ólafur K. Nielen ekki svarað því, held ég að hann ætti að sjá sóma sinn í því að skila þessum fjármunum og koma sér úr landi hið snarasta.

Kv. Sos

Skrifað þann 29 November 2012 kl 17:07

Vegvisir

Svör samtals: 10
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Sömuleiðis vona ég Þorsteinn að þú fyrirgefir mér en þessi eina grein á Melrakka hefur ekki sannað neitt fyrir mér. Ég skil hinsvegar ekki Þorsteinn hvaða heimildir þú vilt fá frá minni hendi þar sem ég hef hvergi skelt neinum orðum fram sem krefjast heimilda án heimilda. Eina sem ég hef skrifað sem þarfnast heimilda er þegar ég tjáði mig um meðalfjölda veiddra rjúpa, 98.500 stk og heimildin kom þar rakleiðis á eftir. Það er ekki mitt verk að finna heimildir sem afsanna þín skrif. Það eru líklega ekki til rannsóknir sem heita: tófan étur ekki 1 rjúpu á dag, tófan étur ekki 2 stokkendur á dag eða álíka. Ég get ekki vaðið út í hafsjó heimilda til að svara ímynduðum tölum og vangaveltum frá þér. Þannig virkar rökrétt umræða ekki. Ég afsanna ekki eitt né neitt en get beðið þig að færa fram heimildir máli þínu til stuðnings. Það hef ég gert án árangurs þar sem viðkomandi heimild fannst mér ekki styðja mál þitt.


Ég og Óskar Andri erum ekki sami aðillinn. Ég byð Kela ekki um heimild fyrir einhverju sem þú Þorsteinn sagðir eða skrifaðir þó þið virðist hafa svipaða skoðun á þessu málefni.

Varðandi Óla þá hef ég ekki heyrt að hann hafi rannsakað fæðuval tófunnar sérstaklega svo hann ætti ekkert sérstaklega að vera tilbúinn með svar við þessari spurningu. Hann getur samt áreiðanlega sagt ykkur hvað rjúpan étur margar tófur á dag/viku/ári.

Bestu kveðjur, Alísa

Skrifað þann 29 November 2012 kl 18:22

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Hér er önnur heimild sem er samantekt úr nokkrum rannsóknum af mismunandi mönnum tekin saman af
Hólmfríði Sigþórsdóttur.
http://melrakki.is/um_melrakka/adlogun_a_islandi/...
Taktu vel eftir hver sé aðalfæða refa að vetrarlagi.
Þetta hér undir er tekið úr samantektini
Fuglar eru uppistaðan í fæðu melrakkans hér á landi en breytileikinn samt sem áður mikill eftir búsvæðum og árstíðum. Sjófuglar, einkum fýll (Fulmarus glacialis), eru mikil­væg­astir við sjávarsíðuna en inn til landsins eru farfuglar ýmiskonar, þ.e. gæsir, vaðfuglar og spörfuglar, aðalfæðan að sumarlagi en rjúpan að vetrarlagi (Angerbjörn o.fl. 1994, Páll Hersteinsson & Macdonald 1996). Eina nagdýrið sem melrakkinn hefur aðgang að á Íslandi er hagamúsin (Apodemus sylvaticus) þó er hún lítill hluti fæðunnar nema helst á haustin. Melrakkinn étur einnig hryggleysinga, einkum úr fjörunni og hræ af ýms­um toga, til dæmis af sjávarspendýrum, hreindýrum og sauðfé. Sum dýr, svokallaðir dýrbítar, taka upp á því að drepa sauðfé sér til matar (sjá fyrir neðan). Krækiber eru mikilvæg á haustin (Hálfdán H. Helgason 2008).

Á Íslandi er rjúpan eina fæðutegund melrakkans sem vitað er til að gangi í gegnum reglubundnar stofnsveiflur, sú sveifla gengur yfir á áratug og er ekki eins kröpp og læmingjasveiflan auk þess sem melrakkinn nær að vega á móti henni með því að snúa sér að annarri fæðu.

Skrifað þann 29 November 2012 kl 21:01

einstæðingur

Svör samtals: 4
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Sæl öll.
Ég gekk sö daga af níu og var rjúpnalaus tvo. Fékk þó tvær stokkendur annan þann rjúpnalausa í fallegum fjalladal. Veðrið var alls ekki gott alla dagana en ég naut hvers dags ríkulega í þessu skemmtilega sporti. Varðandi já eða nei. Já gjarnan, en skil þó rökin fyrir fáum sóknardögum þegar stofninn er í niðursveiflu.
Kveðja. Jón Tr.

Skrifað þann 29 November 2012 kl 21:16

skepnan

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Sæl, þú fyrirgefur vonandi að ég þarf að sinna búi og börnum og get því eingöngu svarað þegar stund gefst.
Þetta hérna vafðist fyrir mér"Ég byð Kela ekki um heimild fyrir einhverju sem þú Þorsteinn sagðir eða skrifaðir þó þið virðist hafa svipaða skoðun á þessu málefni. "
Hvaða málefni???
Það að ég vilji vita í hvað 216 milljónir af sérstökum skattpeningum á okkur skotveiðimenn fara?
Hvort að refur éti eina, tvær, þrjár eða 1/3 af rjúpu á dag?
Hvort að Melrakkasetur sé með merkilegar rannsóknir eða hvað???
Þarna ferð þú líka að gefa mér skoðun á einhverju sem að þú og "bróðir" þinn ákveða!
Ég hef margoft í gegnum tíðina bent á það að ég vilji vita í hvað "skatturinn" á okkur veiðimenn fari og ef að það fer fyrir brjóstið á ykkur þá er spurningin af hverju?
Eru þið partur af þeim sem að skjóta þessar 200 og eithvað rjúpur sem að Ólafur þarf eða hvað?
Af hverju má ekki ræða þessi mál án þess að sumir fari á límingunum?
Hvað varðar millurnar, þá er ég nokkuð viss um að vistmennirnir á Eir hefðu verið sáttir ef einhver hefði spurt"í hvað fara peningarnir okkar? áður en hlutir fóru eins og þeir fóru.
Af hverju má ekki byðja um meira gagnsæi hérna? Ef að upplýsingar síðan 1995 eru ekki auðfengnari en þetta þá er eithvað að!
Það er ekki nóg að segja að þú hafir elskað myndina Never Ending Story svona mikið.

Keli

Skrifað þann 30 November 2012 kl 1:11

Savage23

Svör samtals: 7
Virk(ur) síðan: 4 October 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Sæl Alísa.

Ertu hálfviti og/eða í sérstökum tengslum við Ólaf K. Nielsen?

Svör þín gefa nefnilega til kynna að svo sé,sbr.:

"Varðandi Óla þá hef ég ekki heyrt að hann hafi rannsakað fæðuval tófunnar sérstaklega svo hann ætti ekkert sérstaklega að vera tilbúinn með svar við þessari spurningu."

Það vill svo skemmtilega til Alísa, að á meðal rjúpnarannsókna sem Ólafur K. Nielsen hefur fengið umtalsverða fjármuni til, varða AFFÖLL RJÚPNA.

Það er óumdeilt að refurinn étur rjúpur, m.ö.o. afföll rjúpna eru m.a. til komin vegna refsins. Mér er til efs að unnt sé að rannsaka afföll rjúpna, án þess að slá því föstu með vísindalegum aðferðum.....hve margar rjúpur falla ár hvert vegna, fálkans, refsins, veðurs, sníkjudýra o.s.frv. Rannsókn á afföllum rjúpna, án þess þó að fjallað sé um áhrifavalda, er ekki pappírsins virði.....

Á þetta að vera fyndið Alísa?

"Hann getur samt áreiðanlega sagt ykkur hvað rjúpan étur margar tófur á dag/viku/ári."

kv. Sos

Skrifað þann 30 November 2012 kl 9:20

síldaraugað

Svör samtals: 55
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Það þarf ekki að setja neinar gæsalappir utan um það þagar veiðikortagjaldið er kallað skattur, þetta er ekkert annað en skattur.
Mér finnst með ólíkindum að veiðimenn/konur séu til í að greiða þetta gjald ár eftir ár án þess að hafa glóru um í hvað þetta fer og að gagnsæið og aðgengi að niðurstöðum sé ekki meira en raun ber vitni.
Eftir 216.000.000 millur vitum við ekki með vissu hvað tófan étur mikið af rjúpu að meðaltali, hvað veldur helstu sveiflum, stofnstærð er ekki vituð en við vitum nánast engar stofnstærðir nema þær sem eru taldar erlendis fyrir okkur og svo mætti lengi telja.
fyrir hvern er þessi anskotans veiðikortasjóður spyr ég því að það er morgunljóst að hann skilar eigendunum engu, þeas veiðimönnum.

Skrifað þann 30 November 2012 kl 10:20

Vegvisir

Svör samtals: 10
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Keli, ég tók svona til orða (og byðst fyrirgefningar á að hafa tekið þig sem dæmi en ekki einhvern annan) þegar Þorsteinn krafðist heimilda frá mér sem í raun Óskar ætti að veita honum. Ég kom ekki nálægt því umræðuefni sem um var að ræða og samt ætlaðist hann til þess að ég væri tilbúin með heimildirnar sem liggja þar að baki. Afsakaðu það. Ég er þér samt sammála að auðvitað er rétt að við fáum upplýsingar um hvert fjármunirnir fara en mér hefur þótt nóg að fá upptalningar á rannsóknarverkefnum og upphæðum hingað til. Þetta hefur birst í veiðidagbókinni meðal annars. Það hef ég látið mér nægja. Sjálf hef ég ekki mikla þörf á frekari sundurliðun. Ég hef ekkert út á rannsóknir Melrakkaseturs að setja. Alls ekkert.

Þorsteinn, Ég mun aldrei neita því að tófan éti rjúpuna. Það sem ég hafði út á að setja var hvernig þú settir fram tölur sem mér fannst engan vegin standast miðað við þær heimildir sem þú setur fram. Mér finnst ekki rétt að gefa sér tölur í þessu samhengi og reikna út frá þeim og fá síðan einhverjar óraunverulegar niðurstöður. Tala síðan um að út frá þessum tölum gæti rjúpnastofninn klárast á einhverjum ákveðnum tíma. Ég átta mig á því að þetta voru vangaveltur og uppspuni en það er varasamt að birta slíkar vangaveltur þegar aðrir geta tekið niðurstöðum þeirra sem alheilögum sannleik og hatað ákveðna tegund meira en allt í framhaldinu af því hún er að éta eða klára frá þeim jólamatinn. Nóg er óútskýrð fyrirlitning í garð tófunnar fyrir. Einnig fannst mér kalt að skrifa að tófan hafi ekkert annað í flestum tilfellum. Ég neita því enn og aftur ekki að rjúpan sé fæða tófunnar en finnst langt gengið að í flestum tilfellum sé ekkert annað mögulega í boði heldur en rjúpur. Getur án efa gerst á einhverjum svæðum en ekki alls staðar.

En þar sem menn eru farnir að vera svo "miklir og merkilegir" menn hérna inni að þeir geti ekki tekið mjög augljósu gríni og þurfa að kalla mig hálvita þá er þetta umræðuplan komið mjög langt niður fyrir mína virðingu og ég mun ekki tjá mig meir um þetta mál. Slíka framkomu í minn garð líð ég ekki þar sem ég hef reynt að vera kurteis í mínum svörum þrátt fyrir mjög ólíkar skoðanir. Aðrir mættu taka sér það til fyrirmyndar.

Það að kalla mig hálvita Savage 23 segir miklu meira til um hvernig mann þú hefur að geyma heldur en nokkurn tíman um vitsmuni mína. Nei ég er ekki með sérstök tengsl við Ólaf Karl og nei ég er ekki hálviti. Já það var brandari að rjúpan gæti verið að éta tófur. Leitt að þú náðir honum ekki.

Til að svara upphafsinnleggi: Nei mér finnst ekki að það eigi að lengja tímabilið. Vont veður eða ekki vont veður... það eru hlutir sem við stjórnum ekki og eru óumflýjanlegur þáttur af veiðinni.

Mér er það með öllu óskyljanlegt afhverju rjúpnaskyttur upp til hópa hafa svo miklar áhyggjur af þeim rjúpum sem fara ofan í tófuna en ekki áhyggjur af þeim 98500 rjúpum (í meðalári samkvæmt veiðitölum) sem falla fyrir skotveiðimönnum/konum. Hvaða munur er á rjúpum sem eru felldar af okkur eða felldar af tófunni. Hefur tófan minni tilvistarrétt heldur en við. Það er rangt að svara þessum vangaveltum með þeim orðum að tófan sé vargur og að henni hafi fjölgað. Skotveiðimönnum hefur líka fjölgað. Vargur er huglægt mat og illa skilgreinanlegt. Einu réttmætu vargarnir á þessari blessuðu plánetu eru líklega við (maðurinn).

Hafið það sem allra best.
Kveðja Alísa

Skrifað þann 30 November 2012 kl 14:11

graham

Svör samtals: 25
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Þetta er nú að verða meiri þráðurinn smiling Nenni ekki að lesa þetta hnútukast!

Langaði bara að skjóta inn smá vangaveltu í tilefni af því að menn eru að vitna í rannsóknir á vetrarfæðu tófu sem eflaust eru ágætar. Svona lagað verður að lesa með ákveðnum gleraugum. "Aðalbráð" (t.d. rjúpa að vetri) segir ekki allt um orku heldur virðist byggð á tíðni (fannst t.d. í x % af mögum sem skoðaðir voru) en getur verið lítill hluti af þeirri orku sem dýrið neytti. Og í framhaldi af því: Rjúpan sveiflast mikið eins og allir vita og að teknu tilliti til sveiflu hefur henni líka fækkað í marga áratugi. Af hverju sjáum við ekki votta fyrir fjöldabreytingum rjúpu í stofnstærð og sveiflu tófu ef rjúpan er svona mikilvæg? Tófu fjölgar stöðugt og ekki ber mikið á að hún sveiflist (eins og t.d. fálki sem étur aðallega rjúpu). Hvernig má þetta vera ef rjúpan skiptir miklu máli fyrir tófu? Og svariði nú! smiling

G

Skrifað þann 30 November 2012 kl 14:39

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Lestu betur Graham það þarf ekki spes gleraugu heldur bara að lesa það og meðtaka og þar stendur að refurinn sé tegund í K vali. Hvað þýðir að tegund sé í K vali ?
Skal bara svara þér svo ég spari þér allt erfiðið.
Það þýðir að tegund breytir fæðuvali ef hennar aðlfæðu fer að skorta það stendur þarna í rannsóknini skýrt.
Og já þú nefndir orkuþörfina það eru til gögn um orkuþörf búrdýra frá refabúum auðvelt að yfirfæra það yfir. set smá copy paste úr rannsóknargögnum hér undir.
Miðað við tölur sem hafa fengist frá refabúum þá er reiknað með að fullorðin refur í búri éti um 210 kg á ári af fóðri. Ef við skoðum villtan íslenskan ref í því samhengi þá er gaman að reikna út hvað refurinn étur mikið útí hinni íslenskri náttúru. Samt er gott að velta aðeins upp nokkrum pælingum um hvernig sé best að reikna þetta út, t.d ætli þetta sé raunhæft magn miðað við eitt ár vegna þess að búrarefur er náttlega inní búri og hreyfir sig sama og ekkert og eyðir þar af leiðandi afar lítilli orku miðað við villtan ref sem labbar/skokkar 10-40 km per sólarhring. Svo það að ef við ætluðum að reikna út hve marga fugla hver refur þarf eigum við þá að miða við heildar þyngd fuglsins eða útfrá magni kjöts/æti sem refurinn fær útúr fuglinum eða öðru því sem hann verður sér útum. Það þarf líka að taka inní þetta árstímann þar sem að sumt er bara í boði hluta úr árinu. Það þarf einnig að taka tillit til ætissöfnunar (birgða söfnun fyrir veturinn) . Svo það að hvernig við skiptum upp reiknaðri fæðu þá er ég að meina hlutfall fugla, eggja, sauðfés, músa, berja o.þ.h. Þarna kemur einnig inní dæmið að hvar refirnir halda sig eða afla fæðu , nærri sjó eða lengra inn til landsins.
Copy paste lokið
En þetta gerir 575 grömm á dag. Rjúpa í fiðri og alles er 500 grömm sem dæmi hvað getur hún nýtt mikið af því ? 400 grömm ? Hagamús er um 30 grömm

Skrifað þann 30 November 2012 kl 15:04

graham

Svör samtals: 25
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Ég spyr bara aftur: Af hverju sjáum við ekki votta fyrir fækkun og stofnsveiflum rjúpu í stofnstærð tófu ef rjúpan er mikilvægur þáttur í viðurværi tófu yfir veturinn (þegar afföll eru mest)?

Skrifað þann 30 November 2012 kl 15:31

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Skal stafa nánast ofan í þig. Refurinn breytir fæðuvali sýnu (K val) á meðan stofn þess sem er aðalfæða hans og leitar þá í aðrar fæðu uppsprettur.Sem geta verið í stað rjúpu! svartfugl,æðarfugl,þang og annað rek frá sjó til dæmis en um leið og rjúpnastofninn í þessu tilfelli eykst snýr hann sér aftur að henni.
Dýr í K vali aðlagar sig að breyttum aðstæðum meðan hans aðalfæða er í lægð, þarafleiðandi er stofnin ekki hrunin. Náðir þú þessu núna?
Ef ekki þá er önnur leið ! Refurinn hrynur ekki meðan hann getur leitað í aðra fæðustofna og hann getur það á svo margan hátt ennþá (Orðið dýrbítur,færst af fjalli í fjöru.orðið að sorpætu í sumarbústaðalöndum eins og kom í fréttum að hann væri meira að segja að stela kótelettunum við grillið) en spurning hvort að hann sé ekki komin að þolmörkum.
Nú hlýtur þú að vita hvað K val stendur fyrir og hvers vegna refastofninn sé ekki hrunin ef þú ert engu nær get ég því miður ekki hjálpað uppá það sem vantar hjá þér.

Skrifað þann 30 November 2012 kl 16:38

graham

Svör samtals: 25
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Það er nú alltaf gaman að skrifast á við þig Gismi smiling Mér er aðeins kunnugt um muninn á K og r vali. Það lýsir mun á hlutfalli dánartíðni og nýliðunar milli gerða stofna (langlífir með litla framleiðslu og skammlífir með mikla framleiðslu). Einn af þáttunum sem mótar slíkan mun er fæðuval að því leiti er þetta rétt hjá þér en kannski ættirðu að skoða þetta aðeins betur. Þetta eru gamlar hugmyndir og refurinn passar ekki sérlega vel í þetta kerfi. Þarf t.d. ekki að leita lengra en á Wikipediu til að fá ágætt yfirlit:
http://en.wikipedia.org/wiki/R/K_selection_theory...

En það sem ég var að ýja að áðan tengist fæðuvali kannski ekki beint, en þó. Ef rjúpa væri mjög mikilvæg fæða fyrir tófu, sem maður gæti t.d. ímyndað sér að gilti inn til landsins, þá mætti ætla að tófustofninn myndi bregðast við fækkun rjúpu, bæði stofnsveiflum og langtímafækkun síðustu öldina. Sú staðreynd að tófustofninn bara stækkar og stækkar og sýnir engin viðbrögð við breytingum á rjúpufjölda bendir til að það sé ekki framboð af rjúpu sem takmarkar stofninn heldur eitthvað annað. Á stofnvísu þá bendir það til að refur hafi nóg annað að éta en rjúpu. Amk nóg til að fjölga. Það þýðir þó ekki að refur éti ekki töluvert af rjúpu staðbundið.

G

Skrifað þann 30 November 2012 kl 17:13

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Takk fyrir ábendinguna en K vals kenningi er eins og þú bentir á ekki lengur eins örugg og þarna í kringum 1970.
En það hefur verið margsýnt fram á hvílíka aðlögunarhæfni refurinn hefur svo það breytir ekki þeirri staðreynd að refurinn er á okkar máli tækisfærissinni og getur vel aðlagast breytingunum á meðan stofn er í lægð sem hann kýs helst að lifa á eins og Páll Hersteinsson Heitinn benti vel og rækilega á.
Bandaríkjamenn myndu kalla hann mega hunter.

Skrifað þann 30 November 2012 kl 19:05

graham

Svör samtals: 25
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Já einmitt. Hann hlýtur þá að hafa eitthvað annað þegar rjúpan er í lægð. Hvað skildi það vera? Kannski meira af aðgengilegum leifum frá sumrinu í hlýnandi árferði eða jafnvel útburður? Væri gaman að vita.

Skrifað þann 30 November 2012 kl 19:12

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Já það er akkurat það sem ég er búin að vera að benda á í síðustu skrifum að hann breytir hegðun á meðan eins og ég sagði fyrr að fara frá fjalli ofan í byggð og að sjó gott að þú ert búin að ná því loksins smiling
Við þurfum væntanlega ekki að fara í dýrbíts umræðuna aftur sem er gott dæmi um hegðun þegar harðnar á dalnum hjá honum.

Skrifað þann 30 November 2012 kl 19:30

graham

Svör samtals: 25
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Já við erum alveg að verða sammála smiling En eru eitthvað sem styður að það sé minna ef refum á fjöllum síðustu ár. Þeir sem sinna útburði inn til landsins vs. við sjávarsíðuna gætu svarað því. Eru ekki bara allir að veiða meira? Amk sér maður nóg af refaslóðum á fjöllum. Ekki eru þeir í byggð eða við sjóinn. Á hverju lifa þeir?

Skrifað þann 30 November 2012 kl 20:09