Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Ég get svarað með refaslóðirnar hér frá Blönduósi séð. Og vona ég að þú þekkir til eða allavega áttir þig á hvað ég á við.
Síðast helgi var síðasta helgin á rjúpu og fór fjöldi manna á kjöl og þar á meðal var ég þar.
Frá Kolkuós stíflu og upp að Hveravöllum voru komin jarðbönd á laugardaginn enda fannst ekki rjúpa þar fyrir ofan og sáust ekki heldur refaspor en það gæti verið líka vegna harðfennis ne,a aðfaranótt snjóaði vel en það var sama sagan rjúpan var komin mjög neðarlega nánast við gilsárstíflu og sáust ekki spor eftir rjúpu ofar í nýföllnum snjónum.En það sáust heldur ekki refaspor þarna uppi en það var nó um þau í sömu línu og rjúpan.
Ég legg aldrei út æti fyrr en eftir áramót því af reynslu fer fyrst að harna á dalnum hjá ref þá og hann gengur hraðar í ætið og auðveldara að fella hann.
Eins og ég hef komið inná áður er 1 dalur hér fullur af rolluhræjum eftir fyrsta óveðrið og þar eru þjóðbrautir nú af refaslóðum en ekki rjúpu að sjá en hann hefur alltaf verið með mikið magn af rjúpu.
Mig grunaði þetta og fór ekki þangað og fékk það svo staðfest af mörgum skyttum sem tóku sénsin að prófa vegna fornar frægðar.Mig dauðlangar að ná þessum dýrum þarna í dalnum vegna reynslu þá eru þau komin á bragðið af lamba og rollu kjöti og það er hætt við að þau vilji meira í vor.
Vandinn minn felst í að ég vill ekki neinar fauta aðferðir eins og að ljósálvast og skjóta blindandi á dýr í von og óvon og kannski bara særa sem leiðir seinna til dauða það er ekki neinn sómi í því.
Ekki dugar skothús því það er hringað eins og það er kallað strax. Eina vonin er að bíða til Apríl við einhvern góðan bóndabæ með æti þá.
En aftur að spurninguni hvort eitthvað styðji það að það sé minna af ref á fjöllum undanfarin ár.
Svarið er ég held ekki en mín reynsla er að hún hefur alltaf fylgt rjúpuni eftir í hæðarlínu. En það er auðveldara að fella hana hún er svo hungruð að ég hef skotið 9 dýr sömu nóttina látið liggja svo lyktin af mér spilli ekki fyrir og styðst á milli voru rúma 3 mínútur og seinni tófan hljóp yfir þessa nýdauðu.
Það er til niðurstöður úr fæðuvali refa að sumarlagi 2010 miðað við magainnihald þurrefna og hvað fannst við greni og var sú rannsókn af hundruðum grenja þar sem grenjaskyttur skráðu hvað fannst við grenin og skiluðu tófunum til rannsóknar. Svo var sett upp líkan af fæðu 1 tófu á ári og svo stofnstærðini sem þá var áætluð 12000 dýr þá.Þetta eru svakalegar tölur og ég get tekið sem dæmi að stofnin þá var álitin éta 15.000 lömb en bara svo það sé engin miskilningur þá er það bara það sem hún er talin hafa étið ekki drepið það er örugglega smá brot af þessu! Hún hefur væntanlega bara nýtt sér það að lambið hafi drepist af einhverjum náttúrulegum ástæðum.
Á ég að setja niðurstöðurnar hérna inn ? Hún er ekki refa friðun til framdráttar það get ég lofað.

Skrifað þann 30 November 2012 kl 21:26

graham

Svör samtals: 25
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Ég þekki nú fáa (raunar enga) sem mæla fyrir almennri friðun refs. Svo því sé haldið til haga. En marga sem finnst umræðan full einhliða. Jú skelltu þessu endilega hér inn. Væri gaman að sjá.

Skrifað þann 1 December 2012 kl 9:42

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Besta mál en munið að forsendurnar eru reiknaðar frá orkuþörf búrdýra og 15.000 lömb er samt ekki fjarri lagi miðað við það að hvert sauðfjárbú 250 fjár eða meira vantar að meðaltali 20 lömb og þessi samantekt er gerð 2010
En nóg um útskýringar.

Hvað étur refurinn mikið?


Miðað við tölur sem hafa fengist frá refabúum þá er reiknað með að fullorðin refur í búri éti um 210 kg á ári af fóðri. Ef við skoðum villtan íslenskan ref í því samhengi þá er gaman að reikna út hvað refurinn étur mikið útí hinni íslenskri náttúru. Samt er gott að velta aðeins upp nokkrum pælingum um hvernig sé best að reikna þetta út, t.d ætli þetta sé raunhæft magn miðað við eitt ár vegna þess að búrarefur er náttlega inní búri og hreyfir sig sama og ekkert og eyðir þar af leiðandi afar lítilli orku miðað við villtan ref sem labbar/skokkar 10-40 km per sólarhring. Svo það að ef við ætluðum að reikna út hve marga fugla hver refur þarf eigum við þá að miða við heildar þyngd fuglsins eða útfrá magni kjöts/æti sem refurinn fær útúr fuglinum eða öðru því sem hann verður sér útum. Það þarf líka að taka inní þetta árstímann þar sem að sumt er bara í boði hluta úr árinu. Það þarf einnig að taka tillit til ætissöfnunar (birgða söfnun fyrir veturinn) . Svo það að hvernig við skiptum upp reiknaðri fæðu þá er ég að meina hlutfall fugla, eggja, sauðfés, músa, berja o.þ.h. Þarna kemur einnig inní dæmið að hvar refirnir halda sig eða afla fæðu , nærri sjó eða lengra inn til landsins.
Í þessu tilfelli höfum við þetta einfalt og afar raunhæft, og reynum að fara milliveginn gagnvart fæðuvali og staðsetningu( fjöru eða heiði.)

Miðað við samantekt mína um þær heimildir sem til eru um fæðuskiptingu refanna þá er það gróflega svona (ATH þetta eru tölur af nokkur hundruð grenjum sem er safnað saman yfir sumartímann) :
Rjúpa- 15%
Gæs- 15%
Fýll - 12%
Allir aðrir greindir fuglar -12%
Ótilgreindir fuglar(ekki hægt að greina með vissu) -13%
Egg(óskilgreind) -10%
Sauðfé-15%
Úr fjörunni(fiskar hrognkelsi ofl) -4%
Annað (getur verið ansi margt t.d hræ, mýs ofl ofl) -4%
Forsendur á þyngd: 1 rjúpa 0,5kg- 1 gæs 3,5kg - 1 fýll 0,8kg -aðrir fuglar tek saman hér í þennan flokk bæði greinda og ógreinda fugla og gef mér meðalgildi um 0,3 kg- 1 egg gefum okkur meðalgildi rjúpna eggs og gæsareggs 0,08 kg – 1 lamb 25kg

Miðað við þetta þá er einn refur á einu ári að taka:
• 63 rjúpur
• 9 gæsir
• 32 fýla
• 175 fugla annað ofantalið
• 263 egg
• 1,26 lamb
Ef að stofninn er 12.000 refir þá eru þeir að taka:
• 756.000 rjúpur
• 108.000 gæsir
• 384.000 fýla
• 2.100.000 fugla aðra en ofantalið
• 3.156.000 egg
• 15.120 lömb


Svo var vísað í heimildir gagnaöflunar og þessháttar
Heimild og mynd:

Páll Hersteinsson (1993): Tófan. Í: Páll Hersteinsson og Guttormur Sigbjarnarson (ritstj.): Villt íslensk spendýr. Landvernd og Hið íslenska náttúrufræðifélag, Reykjavík, bls. 15-48.

Skrifað þann 1 December 2012 kl 9:54

graham

Svör samtals: 25
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Takk fyrir þetta. Fróðlegar pælingar. Orkuþörfin er ansi ríflega áætluð miðað við villta refi. Sjá t.d. hér:
http://www.science.smith.edu/msi/pdf/713_Alopex_lagopus.pdf...

En það er annars aukaatriði, svona er alltaf næmt fyrir forsendum. En þarna eru forsendur gefnar upp og það er rökrænn og góður grundvöllur til umræðu. Svo er hægt að bæta forsendurnar með frekari heimildaleit eða vinnu. En aðalmálið við svona framreikninga (sem eru t.d. algengir varðandi hvalveiðar) er hvað yrði um orkuna sem dýr neyta ef þau myndu ekki éta viðkomandi magn. Ef tófa tæki t.d. ekki x margar rjúpur væru þær þá til reiðu fyrir menn? Það er afar ólíklegt nema að litlu leiti. Þetta er hlutur af náttúrulegum afföllum og það er erfitt að skrúfa fyrir þau. Yrðu margir um hituna ef allt í einu væri "ónotað" magn af fæðu. En það er gaman að sjá svona alvöru umræðu þar sem menn gefa sér skýrar forsendur og reyna að komast nær sannleikanum.

G

Skrifað þann 1 December 2012 kl 10:54

Haglari

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Gaman að sjá umræðuna vera að færast niður á vitrænt plan aftur. Þetta er skemmtilegt og vel orðað hjá þér graham og eitt af því sem ég hef bent á að þótt að við tökum tófuna alveg út úr myndinni að þá er fjarri því að við fáum til baka það sem hún étur sem 100% frammlegð. Það gæti verið áhugavert að sjá hvort að t.d. tófunni gefist fleiri tækifæri til að komast yfir sjálfdauðar eða veikar rjúpur þegar að rjúpnastofninn er í niðursveiflu.

Kv.
Óskar Andri
http://is.oskarandri.com

Skrifað þann 1 December 2012 kl 12:06

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Bara þakka þér fyrir málefnalega umræðu og að setja fram hlekki til að ég geti lesið og lært meira.
Ég er alveg sammála að við myndum aldrei fá alla aukninguna af rjúpu frá refnum en eitthvað fengjum við.
Annað sem ég hef mikið leitað svara við og gengið mjög illa að fá eru þessi svaka aföll rjúpu frá eggi til næsta vors.
Bara tekið dæmi sem er bara úr kollinum á mér en skýrir hvað ég meina.og þetta er þá svona algjört botn ár í stofninum.
Rjúpnapör að vori sem verpa = 150.000 og hvert par verpir 10-12 eggjum það gera ef við tökum 10 egg 1.5 miljón eggja sigjum 10% eggja hurfu ég veit ekkert um það er bara að pæla það gera 150.000 egg.
Þá stendur eftir ungafjöldi upp á 1.350.000. 50% afföll þýða þá að 675.000 ungar eru eftir + foreldrarnir
þá höfum við 975.000 rjúpur en ef ungadauðinn er svona mikill eða meir þá langar mig svakalega að vita afhverju.Þektir afræningjar unga eru Hrafn.Mávar,refir og minkar en samanlagt taka þeir varla 50% er það fyrsta alvöru hausthretið sem er stóri böðull.
er svona að velta fyrir mér með tilliti til veiða hvort við ættum að veiða fyrir hret og þá séu líkurnar á að veiða 50% allavega af aumingjunum sem hefðu hvort sem er drepist og auka lífslíkur þeirra sterku.

Skrifað þann 1 December 2012 kl 12:09

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Sá á meðan ég vera að skrifa mættir þú aftur Óskar viltu þá vera svo vænn að sýna mér gögnin um fullyrðinguna þína um að rjúpan hafi aldrei náð miljón
Og já þetta vitræna er ekki þér að þakka Óskar minn því miður.Þú bara gargar eftir tilfiningum en kemur ekki með nein gögn til stuðnings.
Graham sýndi mér þá virðingu að gera það máli sýnu til stuðning og þá gerast hlutirnir.
Lærðu smá af því

Skrifað þann 1 December 2012 kl 12:15

Haglari

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Er það ekki einn af þeim liðum sem er verið að rannsaka í dag. Þ.e.a.s. heilbrigði rjúpunnar. Varpafkoma hlítur að ráðast mikið af því hversu heilbrigð rjúpan er. Eftir að hafist var handa við þær rannsóknir fór einmitt kostnaðurinn upp því að umfangið á rannsóknunum jókst gríðarlega. Slík rannsókn tekur langan tíma ef horft er á að heil stofnsveifla tekur 10-12 ár, það er því ekki víst að niðurstöðurnar séu væntanlegar strax.

Kv.
Óskar Andri

Skrifað þann 1 December 2012 kl 12:18

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Miljón talan hlýtur að vera til þú fullyrtir hana og staðhæfðir það svo þess vegna óska ég eftir sönnunini nó var krafist af mér í sönnunum sem ég svo gerði mínu máli til stuðnings.
Smá viðbót eftir að ég sendi
Niðurstaða samræðna okkar grahams hlýtur að vera sú að refur étur rjúpu og verði honum fækkað þá mun það skila sér í fleiri rjúpum þó ekki 100%
Passar það ekki ?
Svo spurningin er
Ef við fækkum ref um x tölu færum veiðitímabilið fram þá mun það gefa sterkari rjúpnastofn með góðum líkum á að stækka og komast úr þessum dal sem hún er sögð í.
Að þessu sögðu held ég að þetta sé orðið gott og ég hafi komið minni skoðun og afhverju vel á framfæri.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Skrifað þann 1 December 2012 kl 12:21

Haglari

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Þorsteinn, þetta sagði ég orðrétt: "rjúpnastofninni getur í algjöru hámarksári orðið allt að því miljón fuglar að vetri "
Ef þetta hefur skilist þannig að ég vilji meina að rjúpan hafi aldrei farið yfir miljón fuglar, þá hefur þetta verið óheppilega orðað hjá mér og ég biðst afsökunar á því. En ég hef haft nokkuð gaman að því að fylgjast með þér grípa eina setningu úr svari mínu og nota það sem höggstað á mér til að koma sjálfum þér undan þeim fáranlegu vangaveltum sem eru settar framm í þessum pistli... hérna er síðan eitthvað til að gleðja þig pínulítið, þú getur farið beint í neðstu línuna:http://www.natkop.is/syningar/page.asp?ID=392...

Það að gefa sér að hver einasta tófa í landinu taki eina rjúpu á dag er gjörsamlega úr lausu lofti gripið. Hér er viljandi verið að láta tófuna lýta út fyrir að vera miklu, miklu meiri skaðvaldur en hún er. Þetta villir illilega um fyrir þeim lesendum sem þekkja ekki til og hef ég rætt við fólk sem fannsti þetta bara annsi trúverðug og líkleg skýring hjá þér. Meira að segja fyrirsögnin á fréttinni segir "Ársskammur étin á þremur dögum" og það kemur ekkert framm hvort að það séu vangaveltur fyrr en búið er að lesa greinina.

Varðandi það að færa veiðitíman framar að þá er ég ekki jafn sannfærður um að það sé líklegt til árangurs þó að það sé liður sem vissulega megi ræða. Kosturinn fyrir rjúpuna við að hafa veiðitímabilið í nóvember er að þá eru töluvert meiri líkur á því að það sé kominn snjór til fjalla og niður á heiðar þannig að hennar náttúrulegi felubúningur nýtist betur til að komast undan. Aftur á móti í sept/okt eru töluvert minni líkur á því að það sé kominn snjór. Á þeim tíma er rjúpan að eða búin að skitpa um búning og er því nokkuð auð séð og erfiðara fyrir hana að komast undan. Þar að auki er líklegra að fleiri svæði séu aðgengileg í sept/okt sem annars væri "sjálf friðuð" vegna ófærðar í nóvember. Ég er því hræddur um að áhrifin myndu jafnast út þegar yfir heildina er litið. En þetta eru vangaveltur.

Hvað sem öllu þessu líður þá skil ég ekki þetta djúpa tófu hatur hjá veiðimönnun og jafnvel almenningi. Ef það heyrist eða sést í tófu þá skipta sumir gjörsamlega um ham, vilja jafnvel brjóta lög og láta dýrið kveljast... smbr umræðu hérna fyrir stuttu þar sem lagt var til að setja upp glefsu á víðavangi bara af því að skolli sást á rölti. En ég er ekki endilega að gera þér upp þessar sakir Þorsteinn, ég hef þó meiri trú á þér en þetta þótt að við séum ekki sammála.

Tófan og rjúpan eru hluti af náttúrunni. Mér finnst rjúpan ekki eiga meiri rétt á að lifa heldur en tófan. Ég get ekki með nokkru móti séð réttlægingu í því að ríkið eigi að fara að taka afstöðu gegn einni lífveru í náttúrunni bara til þess að lítill hluti manna geti veitt meira af einhverri annari lífveru. Ef veiðimenn eru svona sannfærðir um það að tófan sé aðal skaðvaldur rjúpnastofnsins en gera síðan ekkert í því sjálfir, þá finnst mér það væl. Sömuleiðis ef bændur eru sannfærðir um það að þeir verði fyrir miklum fjárhagslegum skaða vegna ágang tófunnar á þeirra sauðfé en gera síðan ekkert í því sjálfir, þá finnst mér það væl.

Að lokum, þá eru þetta eru mínar skoðanir og vangaveltur.

Kv.
Óskar Andri
http://is.oskarandri.com

Skrifað þann 1 December 2012 kl 14:40

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

50,000 að vori getur orðið að miljón að vetri þarna sannaðir þú hvaðan þú hafðir töluna og það var flott!
En taktu eftir þessum mikla mun að frá vetri fram á vor og nú bæti ég við einni heimild við sem er rjúpnastofn að hausti. 2-4 miljónir og ef við tökum lægri töluna tölu og þína heimild að vori hærri töluna
þá hurfu 1,8 miljón rjupna yfir veturin hvað sagði ég aftur ein rjúpa á tófu á dag jafnt og 12000 á dag.
Tökum 4 hörðust mánuðina það gera 121 dagur x 12000 = 1,452.000. rest upp í 1,8 skráist bara á fálka sagt út í loftið smiling
þetta er undir lífshættir
http://vefir.nams.is/komdu/land_og_tjod/frodleikshorn_1/rjupa_frodl...

Skrifað þann 1 December 2012 kl 21:14

Haglari

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Tengillinn sem þú vísar í eru byggt á gögnum frá því fyrir 2001.....

Varpstofninn í vor (2012) var metinn 95.000 fuglar. Framreiknuð stærð veiðistofns 2012 var 390.000 fuglar.

Þetta er frekar pínlegt þannig að ég ætla að segja þetta gott af minni hálfu.

Kv.
Óskar Andri

Skrifað þann 1 December 2012 kl 23:14

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Ég sé ekkert pínlegt við þetta því það var einmitt þess vegna að hún væri frá 2001 sem ég vísaði í hana því þá voru ekki 12.000 refir en hægt að skjóta 170.000 rjúpur án þess að hafa áhrif.
en þá voru 2-4 miljónir rjúpna að hausti
En mig vantar að sjá úr hvaða rannsókn þessi varpstofn 95.000 kemur.og ég vissi þetta með framreiknun veiðistofnsins 390.000 fuglana en gat ekki fengið gögn frá þeim (ust) hvernig þeir fengu þessa tölu út.

Skrifað þann 1 December 2012 kl 23:27

skepnan

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Jæja loksins fékk ég internetið inn aftur.
Núna þarf ég að biðjast afsökunnar á því að hafa gert stór mistök í samlagningunni yfir það hvað rjúpnarannsóknirnar hafa kostað mikið. Ég hlít að hafa verið að reikna út hvað þetta væri á núvirðiwink eða tapað mér á + takkanumconfused
En þarna gerði ég þau grundvallarmistök að hafa ekki verið búinn að leggja saman aftur eða reikna að lágmarki tvisvar sinnum.
Heildarkostnaðurinn er rúmar 131 milljónir en ekki 200+, ég vildi óska þess að einhver hefði leiðrétt mig strax með þetta svo að þetta hefði ekki staðið hér í langan tíma.
Biðst ég hér með innilegrar afsökunnar á þessu.

Það skelfir mig samt ansi mikið að enginn hafi brugðist við þessu strax og bent á vitleysuna, er mönnum bara alveg sama eða var það að Ólafur hefur fengið fleirri fleirri milljónir svo lengi að öllum fannst þetta bara vera nokkuð nálægt?

Kveðja Keli

Skrifað þann 3 December 2012 kl 13:20