Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

skepnan

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Sæll Óskar Andri, þú ert enn við sama heygarðshornið sé ég "Fæstir veiðimenn hafa bara áhuga á því og nenna ekki með nokkru móti að kynna sér það.... heldur blása bara út í loftið að þessar rannsóknir hafi engu skilað."
Þú blæst bara ansi mikið sjálfur með svona yfirlýsingum og ekki minnkar rokið ef nefnt er það að skjóta ref, þá hleypur þú upp á afturlappirnar og kallar menn ýmsum miður góðum nöfnum....

Staðreyndin er að síðan 1995 höfum við skotveiðimenn greitt úr veiðikortasjóði 216645000 krónur. Já 216 milljónir, 645 þúsund krónur í rjúpnarannsóknir. Þar af 204 milljónir og 190 þúsund til Ólafs K. Nielssonar yfirrjúpnarannsóknarrekstraraðila ,(andköf), og aðalstyrkþega með meiru....og 12 milljónir 455 þúsund til tengdra aðila.
Ætla mætti að eftir rúmar 204 milljónir myndi ég geta valið úr greinum og niðurstöðum rannsókna ef ég Googlaði #Ólafur K. Nielsen rjúpnarannsóknir# en svo er ekki raunin, prófið bara sjálf.
Náttúrufræðistofnun Íslands gefur mér upp ritlista hans af hinum ýmsu fuglum og fiskum og jafnvel vegum sem að ekki liggja á lausu og svo get ég komist að því hvenær hann hélt erindi um hitt og þetta á hinum og þessum staðnum með tilheyrandi dagsetningu.
Og ekki voga þér Óskar að fara að röfla um tímaritið Blika eins og þú gerðir hér áður þegar bent var á hversu lítið væri af niðurstöðum rannsókna vegna þess að við fáum ekki áskrift að því tímariti þegar við greiðum fyrir veiðikortið.
Ansi mikið af því sem finnst er "tillögur að rjúpnarannsóknum" en ekki niðurstöður, ritgerðir, líkön, útreikningar, tvíblindar rannsóknir né nokkuð sem að leitað er að. Fyrir rúmar 204 milljónir væri 1000 blaðsíðna alfræðirit um rjúpuna sent heim til hvers einasta veiðikortagreiðanda "fríkeypis" ásættanlegra en það sem að hann sagði í haust "rjúpan er jú með vængi og notar þá"--- VÁÁÁ

Keli

Skrifað þann 26 November 2012 kl 23:46

síldaraugað

Svör samtals: 55
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Ég bíð enn eftir svari, þeas ef það er til. Hverju hefur þetta skilað ?
En sennilega eru niðurstöður fræðinganna ástæða þess að ekkert svar er komið, þeas það er ekkert til að svara með.

Skrifað þann 27 November 2012 kl 8:14

Haglari

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Mér þykir það nú leytt keli minn að það skuli fara svona fyrir brjóstið á þér að ég sé ekki með sömu ríkisskoðun og aðrir veiðimenn. Ég vona innilega að þú hafir ekki misst svefn yfir þessu.

síldarauga, ég gafst upp í fyrra að reyna að vera með "fyrirlestra" hérna um þessar rannsóknir. Mín niðurstaða þá var það var nákvemlega enginn áhugi hérna inni að kynna sér þau gögn, afla sér frekari gagna eða fræðast um lífsbaráttu rjúpunnar.

Kv.
Óskar Andri
http://is.oskarandri.com

Skrifað þann 27 November 2012 kl 9:00

skepnan

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Sæll Óskar, þetta hefur ekkert með "ríkisskoðun" að gera eða hvort að ég veiði rjúpur yfirhöfuð. Það sem fer í taugarnar á mér er að þessar "rannsóknir" sem eru kostaðar af okkur eru ekki aðgengilegari en þetta. 204 milljónir er ansi mikið fé og lágmarkskrafa er sú að ég geti Googlað og fengið að lesa þessar rannsóknir og niðurstöður á auðveldan hátt, svo er ekki raunin.

Kveðja Keli

Skrifað þann 27 November 2012 kl 12:29

graham

Svör samtals: 25
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Ósköp eru menn orðnir stóryrtir varðandi skort á birtum upplýsingum. Það er að nokkrum hlutum að huga áður en farið er í að ata auri yfir menn sem ekki eru til andsvara og starfsgreinar þeirra. Það er góð æfing (jafnvel fyrir þá sem eru óvanir rannsóknum en þekkja tilveruna, t.d. bensínverð) að prófa að reikna hvað rannsóknir eru líklegar til að kosta. Hvað má t.d. fá af eknum kílómetrum fyrir milljón og hvað þarf að keyra marga kílómetra til að fá stofnvísitölu osfrv. Svo er annað að gæðakerfi vísindarannsókna veltur á jafningjamati (nafnlausir kollegar lesa yfir greinar og meta hvort afurðin er stenst mál). Slíkt jafningjamat fer yfirleitt aðeins fram í tímaritum, t.d. Náttúrufræðingnum, Blika og mörgum erlendum tímaritum. Það er öllum í hag að tryggja gæði rannsókna en það felur í sér tímaritabirtingu. En það gerir að verkum að það er ekki allt opið á netinu. Menn eru orðnir svo vanir að gúggla að þeir telja það fullnægjandi. Það er þó ekki svo. Google Scholar er skárri ef um fræðiefni er að ræða. timarit.is er með náttúrufræðinginn til 2008. Og svo eru höfundar alltaf boðnir og búnir í að senda pdf umbeðnir, það er amk mín reynsla.

Skrifað þann 27 November 2012 kl 21:15

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Já Graham við höfum rætt þetta með tímaritin og ég kem inná þau hér neðar.
Sætt hvernig þú fléttar systur þína í skoðun þína á Vísi Óskar og þér er tíðrætt um að refurinn sé tækifærissinni.Svo ég spyr hvaða tækifæri hefur refurinn á fjöllum frá 1 November til seigjum 1 Mars ?
Og að ábendinguni um kostnaðinv þá er ég alveg sammála þó sumir séu að reyna að kjlóra yfir skítinn að fyrir 200 miljónir + af peningum veiðimanna aðalega þá ættu rannsóknarniðurstöður að vera í fyrsta lagi til ! og í öðru lagi þá á ég ekki að þurfa að borga áskriftargald af einhverjum tímaritum til að fá niðrstöður úr rannsóknum kostaðar af hluta úr mínum vasa og auðvitað allra veiðimanna.
Þannig að Óskar nú skora ég aftur á þig að koma með Copy paste af niðurstöðum úr rjúpnarannsóknum og þagga niður í mér og öðrum.Þú gast það ekki í fyrra fórst bara undan í flæmingi. Hvernig verður þetta núna?
Það er bara lágmarks krafa að fyrir 216 miljónir séu niðurstöður en ekki bara rannsóknir án niðurstaðna
Og svo ég copyaði orðrétt orð þín
Óskar Andri · Kópavogur
ok.. hér er staðreynd: rjúpnastofninni getur í algjöru hámarksári orðið allt að því miljón fuglar að vetri þegar að stofninn er stæðstur. Núna er lágmarksár þannig að stofninn er mikklu, mikklu minni. Tökum dæmið hans Þorsteins... 1 refur 1 rjúpa á dag á veturnar eða 12-13000 rjúpur á dag fyrir allar þessar tófur. Segjum að veturinn sé 4 mánuðir eða 120 dagar. 120 x 12000 = 1.440.000 rjúpur sem tófan étur á einum vetri samkvæmt útreikningum hans Þorsteins. Þannig að þennan vetur ætla tófurnar að þurka út rjúpnastofninn eins og hann legur sig ekki bara einusinni, heldur amk þrisvar... skilurðu núna afhverju ég hló upphátt smiling

Villtu Vera svo vænn að sanna þessa staðreynd fyrir mig ekki með tilvísun í eitthvað heldur sýna mér gögnin.

Skrifað þann 27 November 2012 kl 23:11

Haglari

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Elsku Þorsteinn. Það hefur orðið mér ljós að þú ert einn mesti sérfræðingur í stofnvistræði rjúpunnar á Íslandi og þótt víðar væri leytað. Þökk sé þér þá vitum við núna að tófan étur 12-13000 rjúpur á dag á veturnar eða 1,44 miljón rjúpur á 4 vetrarmánuðum. Ég þori ekki lengur fyrir mitt litla líf að senda tilvísanir frá NÍ, það er algjör skömm af þeim því að þar eru ekki einusinni til 1,44 miljón rjúpur.... hvað þá þær miljón rjúpur til viðbótar sem þyrfti til að koma þessum 1,44 miljónum upp. Ég legg til að þú fáir 200 miljón króna beingreiðslu úr veiðikortasjóð og starfsmenn NÍ verði flengdir á almannafæri með stélfjöður úr norðlenskum rjúpnakóng!

Góða nótt

Skrifað þann 28 November 2012 kl 0:42

síldaraugað

Svör samtals: 55
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Það þarf ekki vistfræðing til að segja mér það að tófan éti rjúpu. Menn sem halda öðru fram vita þá bara ekki betur. En hvort hún étur eina á dag, veit það ekki og finnst það kannski full ríflega skammtað á hana.
Hún étur fleira, aðrar fuglategundir, hræ sem skolar á land og það verður lambafille handa henni í allan vetur í þetta skiptið.
EN, gefum okkur það að hún skelli sér ekki á eina rjúpu á dag, segjum bara td eina í viku. það eru samt 205.714 fuglar. Á 10 daga fresti, 144.000 fuglar. Þetta eru bara vetrartölurnar, þá er eggjaátið eftir og svo þeir ungar sem eru étnir.
Þá eru enn eftir fleiri sem éta rjúpu, fálkinn er talinn éta eina á dag, sinnum stofn fálkans sem ég hef ekki hugmynd hvað er. Minkur, máfurinn múkkinn og vargurinn eins og segir í laginu.
Rifjum svo upp hver var max skammtur okkar veiðimanna...........En, það er alltaf sama niðurstaðan, það er auðveldast að kenna okkur um og þá er það bara gert.
Mín skoðun, drepum varginn samhliða öðrum tegundum.
Skoðun sumra, þetta blessast allt saman og öll dýrin í skóginum verða vinir ef við veiðimenn látum okkur nægja að veiða í 9 daga og svo vonandi verður veðrið sem verst svo að fuglinn njóti nú örugglega vafans.

Skrifað þann 28 November 2012 kl 8:52

skepnan

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Ég fletti nú upp á visir.is og las umrædda grein og tók eftir því að Þorsteinn skrifaði "ef við gefum okkur að hver refur þurfi eina rjúpu á dag" það eru bara vangaveltur og spekúlasjónir en þú Óskar æðir strax af stað og lætur eins og þarna sé Þorsteinn að alhæfa eða setja fram stórasannleik. Þetta útskýrir þá væntanlega af hverju þú segir að það sé til fullt af upplýsingum um rjúpuna, vangaveltur eru semsagt staðreyndir í þínum huga eða hvað? Mikið svakalega fer fyrir brjóstið á þér að Þorsteinn sé með aðra skoðun á áhrifavöldum á stofnstærð rjúpna en þú. Þetta eru merkileg viðbrögð og það að gefa mér upp einhverjar skoðanir er frekar slappur leikur hjá þér, ég veiði nefnilega ekki rjúpu en ég greiði fyrir veiðikortið og vil fá að vita í hvað peningarnir okkar fara. 216 milljónir og ekki aðgengilegri upplýsingar en þetta fyrir okkur sem greiðum fyrir það að hann skjóti 200 rjúpur á ári???
Svo spyr ég þig Óskar, hvað telur þú að stressfaktorinn hjá rjúpunni sé hár vegna utanvegarakstursins hjá þér? Nóg er af myndum af slíkum akstri á síðunni hjá þér.

Kveðja Keli

Skrifað þann 28 November 2012 kl 14:51

Vegvisir

Svör samtals: 10
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Þorsteinn Hafþórsson, afhverju gefur þú þér að Óskar flétti mig inn í sína skoðun? Hef ég ekki rétt á að vera með mínar eigin skoðanir? Er ekki möguleiki á að hans skoðanir litist af mínum skoðunum?

Vinsamlegast leifðu mér að eiga mínar eigin skoðanir hér eftir. Ekki gefa í skyn að skrifum mínum hafi verið stýrt af skoðunum annara. Nafn mitt ritaði ég undir skrif mín af ástæðu. Annars hefði ég sleppt því.

Bestu kveðjur, Kristín Alísa

Skrifað þann 28 November 2012 kl 16:26

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Sæl Krístín Alísa bara gott hjá þér að láta í þér heyra en hvort sem þín skoðun litist af bróður þínum eða öfugt er mér sama um.
En þú þekktir ekki heldur munin á þessari setningu ! Ef við gefum okkur að tófan éti........ og fullyrðinguni ða tófan étur ! Það er himin og haf milli merkinga ekki satt?
En það er komið á hreint eins og mig grunaði að ekki var hægt að sanna með einfaldri afritun og setja hér inn allar rannsóknirnar sem vitnað var í svo eftir standa innantómar fullyrðingar því miður.
Ég hef undantekningarlaust hafi ég vitnað í rannsókn eða annað sett hlekk á rannsóknina eða afritað og sett inn því það er ekkert mál þar sem þær eru allar til en ekki hugarfóstur eða fastar í fjarstöddum tímaritum
Afhverju ? Jú bæði af kurteisi við lesendur sem geta þá strax kynnt sér málið og sem augljósa sönnun á að rannsókn sé til.
En þarf ég nokkuð að hafa fleiri orð um þetta? mér sýnist þetta orðið nokkuð á hreinu að það komi engar rannsóknarniðurstöður.
Kveðja
Þorsteinn H

Skrifað þann 28 November 2012 kl 20:57

Vegvisir

Svör samtals: 10
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Ég er meira en lítið til í að fá þá hjá þér heimildir fyrir þeim hugmyndum um að tófan éti nær eingöngu rjúpur yfir vetrarmánuðina því það er nokkuð fjarlægt því sem ég hef lesið og fengið upplýsingar um. Hvað með mýs, ber, skordýr, sjálfdauð dýr af öllum tegundum, sjáfarfang, niðurgrafna bráð frá sumrinu, útburð "duglegra" tófuskotveiðimanna, sorp...

Einnig þætti mér gaman að vita afhverju þú gefur þér að hver tófa éti eina rjúpu á dag. Eru það hugmyndir sem þú færð upp úr einhverjum heimildum? Afhverju ekki tvær á dag eða þrjár.. Eða 1/2?

Mátt endilega skella heimildunum hingað inn svo ég og fleiri getum lesið okkur til. Ef þær eru ekki á rafrænu formi máttu endilega koma með titil, höfund og ár svo ég geti orðið mér út um þær.

Bestu kveðjur
Alísa

Skrifað þann 28 November 2012 kl 21:36

merki720

Svör samtals: 2
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Það ríkur modin í logninu, gaman væri að upplýstur maður sem gæfir réttar upplýsingar um hvert veiðikortsgjaldið deildist út. Mindi benda á hvar þær uppýsingar liggja, þar sem fólk hefur verið að safna saman, fyrir þann pening sem við sem viljum stunda veiðar á Íslandi höfum greitt fyrir, magn rjúpu, frá ári til árs, fjólda refa síðustu 50 ára og áætlaðs fjölda minka, og gæfi okkur upp áætlað tjón sem dýrbítar og minkar valda á ári.
Veit að margir hafa sterkar skoðanir á þessum málum, allar raunhæfar upplýsingar sem eru studdar góðum rökum eru nauðsynlegar í þessa umræðu.

Skrifað þann 28 November 2012 kl 22:24

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Lærðu munin á vangaveltum og hugmyndum og staðreyndum stelpa !
Ég hef hvergi staðhæft eða alhæft að tófan éti eingöngu rjúpu á veturnar en ég get staðhæft og fullyrt að tófan éti rjúpu á veturnar og eins margar og hún nær í. Að sjálfsögðu étur hún hræ og mýs ef hún nær.
Afhverju 1 rjúpa spyrð þú svarið er einfalt það er stærð sem auðvelt var að nefna og sýna í enföldu dæmi.
Það hefði bara verið of flókið að taka raunsæjara dæmi samanber að einföld setning sem hljóðaði upp á að gefa sér upp forsenfu varð að bláköldum sannleik.
Það er til rannsók sem þér er sennilega vel kunnugt um þar sem magainnihald úr tófum skotnum við æti var kannað.merkilegt nokk þá fannst í maga þeirra hræ af hrossum og rollum og þótti vert að nefna það að það væri frá veiðimönnum við skothús smiling einnig mýs og hryggleisingjar Svo fundust í TÖLUVERÐU magni leyfar af rjúpum en það var samt mikill munur á svæðum hve mikið tófurnar höfðu gengið í hræ og hvaða fæða var til staðar.
http://www.melrakki.is/greinar/skra/20/...
Hvað eigum við að leggja út á þessi orð í töluverðu magni ? 1 rjúpa? 2 rjúpur eða hálf á dag segð þú mér.
Og ef þú nennir að lesa alla rannsóknina taktu þá eftir því í hvaða flokk okkar tófa er !
K-Val Svo það útskýrir pínu afhverju hún sveiflast ekki með rjúpnastofninum.

Skrifað þann 28 November 2012 kl 22:33

skepnan

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Merkilegt hvernig Kristín Alísa fer að kvitta undir sem Alísa og fer yfir á það að verða eins og téður bróðir Óskar Andri??? Þetta hljóta nú aldegis að vera samrýmd systkini? Eður hvað?

Skrifað þann 29 November 2012 kl 0:24

Vegvisir

Svör samtals: 10
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Kæri Þorsteinn.
Vertu nú alveg sallarólegur. Ég las frá þér að þú hefðir oftar en ekki heimildir fyrir flestu sem þú skrifar eða hefur hugmyndir um. Flest byggjum við jú hugmyndir okkar á einhverju sem við höfum lesið eða séð. Ég sakaði þig aldrei um að þú hefðir staðhæft eitt né neitt. Ég sagðist hafa áhuga á að vita hvort það væru til heimildir eða efni sem þú byggðir þínar hugmyndir og vangaveltur á því ég hefði áhuga á að lesa þær. Svo einfalt var það nú. Engar ásakanir.

Hitt er annað mál að í pistlinum fræga eru staðhæfingar í bland við vangaveltur. Dæmi máli mínu til stuðnings:" má þar aðalega kenna um veðri og svakalega miklum ummerkjum eftir refi á rjúpnaslóðum" " Þeir þurfa að reyna að bjarga sér og yfir vetrarmánuðina er rjúpa það eina sem býðst í flestum tilfellum". Það er ekki ólíklegt að fólk vilji vita hvað liggur á bak við svona orð. Huglægt mat eins aðila eða rannsókn sem gleymst hefur að vitna í? Orðin hljóma eins og þetta séu grjótharðar staðreyndir og þar sem umræddur pistill birtist í fréttamiðli er fullt fullt af fólki sem hefur engar hugmyndir um tófur eða rjúpur sem mun taka þessu sem alheilögum sannleik. Ef ég eða annar aðilli sem deilir ekki sömu skoðunum og þú hefði skrifað pistil og sett fram staðreyndir á borð við: Á veturna hefur tófan nóg æti og sækir í flestum tilfellum ekki í rjúpur. Aftur myndi fólk án hugmynda taka þessu sem alheilögum sannleik þrátt fyrir að þetta stæði án heimilda eða tilvitnana. Þá held ég að einhverjir hefðu þörf á að mótmæla þessum skrifum. Sjálf myndi ég gagnrýna þau ef engar heimildir væru fyrir.


Til þín Skepnan: Hvaða máli skiptir það þig hvort ég sé Kristín Alísa eða Alísa. Með því að birta nafn mitt hér er ég búin að stuðla að því að allir hér inni vita nákvæmlega hvaða manneskja ég er. Enda er nafn mitt ekki algengt og ég get ekki falið mig á bak við gælunafn. Sjálfur virðist þú ekki hafa kjark til að koma alltaf fram undir nafni. Keli efast ég um að sé fullt nafn þitt og getur í raun verið hver sem er. Nema nafn þitt sé Keli Skepna sem ég efast.

Bestu kveðjur Kristín Alísa eða Alísa eða bara Vegvisir

Skrifað þann 29 November 2012 kl 10:47

Haglari

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Þorsteinn þetta er nú algert gullkorn.... "Það hefði bara verið of flókið að taka raunsæjara dæmi"

Hver málaði sig út í horn... essasú...

mischievous

Skrifað þann 29 November 2012 kl 11:33

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Gott og vel Alísa ég er salla rólegur en undrast spurninguna hjá þér með feitletraða textanum mínum. Lastu ekki rannsóknina ? Ef ekki þá hefur þú rannsóknina þarna fyrir ofan síðasta svarið þitt þar hefuru eina góða heimild LESTU HANA AFTUR og taktu eftir feitletraða textanum þínum! (mínum) og segðu mér hvað hann þýðir.
Skal meira að segja auðvelda þér þetta með vali á A eða B
A: Refur borðar bara rjúpur á veturnar og vill ekkert annað
B:Refur borðar það sem hann nær í og þar er rjúpan ofarlega á lista
Við vitum bæði svarið svo þú þarft ekkert frekar en þú viljir nefna annan hvorn bókstafin A eða B
sem styður feitletraða textann minn verð kannski að finna einhvern velviljaðan til að setja þessa heimildundir greinina með útskýringum undir. Takk kærlega fyrir ábendinguna ´gg hugsaði ekki út í það.
Nei Óskar minn það ert þú sem er alveg búinn að tapa þessu.(þjónar engum að ekki að nota ljótari orðatiltæki) ég hélt ég þyrti ekkert frekar að núa þér því um nasir! Með ekkert í höndunum og reynir með lélegu yfirklóri að eltast við orðalg mitt tila að fela þá staðreynd.
En sorry veiðimenn eru upp til hópa ekki heimskir svo það tekst ekki hjá þér svo hættu að míga upp í vindinn
En best að ávarpa ykkur systkinin saman svona að lokum.
Að mínu mati.Takið eftir mínu mati ! dreg engan annan inn í það þá held ég að það sé best fyrir ykkur að hætta núna því áframhald skaðar ykkar málstað bara meira.
Ég er hættur nema eitthvað sé óskýrt ennþá hjá ykkur og svara ég að sjálfsögðu spurningum ykkar.
Kveðja ÞH

Skrifað þann 29 November 2012 kl 12:16

Vegvisir

Svör samtals: 10
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Fyrst að veiðimenn eru almennt ekki heimskir held ég að það sé bara kurteysi gagnvart þeim öllum að fá raunsæjara dæmið sett fram fyrir okkur. Annars virðist þú vera að gefa í skyn að við veiðimenn (þar með talinn þú) séum of heimsk til að lesa það. Ég treysti mér í það minnsta fullkomlega í að lesa hvað það reikningsdæmi sem þú kemur fram með svo endilega skjóttu því hingað inn.

Bestu kveðjur, Alísa

Skrifað þann 29 November 2012 kl 12:51

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Alísa þetta var ekki reikningsdæmi þetta var krossapróf sem þú féllst á með að skila auðu smiling
SVARIÐ var B
Kveðja
ÞH

Skrifað þann 29 November 2012 kl 12:57